Um okkur


pddruckluftIðnaðarlausnir ehf. var stofnað árið 2001 af Pétri Ólafssyni og Guðmundi Ó. Guðmundssyni. Fyrirtækið sérhæfir sig í alhliða þjónustu á  stýri- og stjórnunarlausnum fyrir fyrirtæki í iðnaði, sjávarútvegi o.fl. Þá flytur fyrirtækið einnig inn bæði venjuleg og sérhæfð verkfæri fyrir atvinnumenn ásamt iðnaðarvörum til ýmissa nota.

Eitt af markmiðum með stofnun fyrirtækisins var að bjóða upp á heildarlausnir í stýringum með þrýstilofti, allt frá loftpressum og loftlögnum til loftstýringa á ýmsum búnaði.  Eitt af aðalverkefnum fyrirtækisins hefur verið að leysa vatns og olíuvandamál í þrýstiloftsbúnaði.  Mörg slík vandamál hafa verið leyst hjá fyrirtækjum hér á landi.

Iðnaðarlausnir ehf. er umboð fyrir eitt fremsta fyrirtæki í loftstýritækni í heiminum í dag, en það er FESTO í Þýskalandi. Auk þess að framleiða einhvern þann besta búnað í heiminum sem hægt er að fá í loftstýringum, framleiða þeir jafnframt frábæran kennslubúnað fyrir loft- og vökvastýringar. Loftstýribúnaður frá þeim er meðal annars nýttur við kennslu í Borgarholtsskóla og í Vélskólanum en vökvatæknibúnaður hjá Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins. Eins og áður sagði þá er FESTO eitt fremsta fyrirtækið í heiminum hvað varðar tækni og lausnir fyrir vélbúnað af öllu tagi.

pdrohrbearbeitung-300x153

Iðnaðarlausnir ehf. leggja mikla áherslu á að bjóða upp á að fagmenn noti rétt verkfæri sem eru einstaklega hentug og þægileg að vinna með. Starfsmenn hjá íslensku stór  iðnfyrirtæki tjáðu Iðnaðarlausnum það að verkfæri sem þeir keyptu fyrir tugi þúsunda hefðu borgað sig upp á þrem til fjórum dögum í auknum afköstum starfsmanna. Verkfærin sem hægt er að fá hjá Iðnaðarlausnum eru frá KStools í Þýskalandi og Signet í Kanada. Hönnun verkfæranna felur í sér lausnir sem eru ólíkar því sem hingað til hefur þekkst en þykja einstaklega góðar.


Þá erum við einnig umboðsmenn fyrir hina heimsþekktu framleiðendur á loftpressum og tilheyrandi búnaði. KAESER KOMPRESSOREN í Þýskalandi, en þeir framleiða ýmsar vélar og búnað fyrir þrýstiloftsframleiðslu, eins og skrúfupressur, stimpilpressur, kæliþurrkarar, loftsíur, loftblásarar fyrir fiskeldi, loftverkfæri og margt fleira sem komið hefur íslenskum iðn- og útgerðarfyrirtækjum til góða.

Þá bjóða Iðnaðarlausnir einnig upp á umhverfisvænar olíuskiljur frá BEKO. Þær fjarlægja olíu úr vatni sem kemur úr loftpressunum, á þeim er sjálfvirk aftöppun þannig að ekki þarf nema lágmarks eftirlit. Með notkun þessara skilja er stórlega dregið úr olíumengun frá loftkerfum.

Í hópi ánægðra viðskiptavina Iðnaðarlausna eru mörg ólík fyrirtæki svo sem: Marel, Samherji, Össur, HB Grandi, Vífilfell, Eimskip, Samskip og Ölgerðin ásamt fjölmörgum öðrum.

Í verslun Iðnaðarlausna sem er staðsett að Skemmuvegi 6, geta viðskiptavinir skoðað þær vörur sem í boði eru og rætt við starfsmenn um lausnir þeirra iðnaðarvandamála sem þeir eiga við að stríða.  Lögð er áhersla á hraða þjónustu ef sérpanta þarf vörur erlendis frá. Vöruúrvalið er í samfelldri þróun og eykst með hverjum mánuðinum. Starfsmenn fyrirtækisins taka vel á móti öllum sem leggja leið sína þangað og gera sitt besta til að koma til móts við þarfir hvers og eins. 

KAFFI OG SÚKKULAÐI FYRIR VIÐSKIPTAVINI MEÐAN BIRGÐIR ENDAST.